Finnbogi Sigurbjörnsson

Finnbogi Sigurbjörnsson (1957-2001) fannst látinn í garði í Breiðholti. Ásbjörn Leví Grétarsson (1976-) gekkst við morðinu, en hann og Finnbogi höfðu hist í miðbæ Reykjavíkur og farið saman heim til Ásbjarnar til að reykja maríjúana.

Ásbjörn sagði viðleitni Finnboga hafa orðið kynferðislega og að það hafi minnt hann á misnotkun sem hann varð fyrir í æsku. Við þá minningu hafi Ásbjörn sturlast og fundist hann vera að veitast að þeim sem hafði misnotað hann, en ekki að Finnboga, og fundist hann þurfa að deyða brotamanninn. Ásbjörn náði í eldhúshníf og stakk hann Finnboga átta sinnum í bringu og bak og skar hann níu sinnum þvert yfir háls hans. Finnbogi lést þó ekki við þetta svo Ásbjörn náði í hafnarboltakylfu og sló Finnboga um tíu þungum höggum í höfuðið. Þar sem Finnbogi andaði enn, þrátt fyrir árásir Ásbjarnar, náði Ásbjörn í plastpoka og setti yfir höfuð Finnboga.

Þegar Finnbogi hafði loks gefið upp öndina, dró Ásbjörn hann út úr íbúð sinni og yfir í nærliggjandi garð. Blóðslóð lá frá íbúðinni og að líkinu og var hún um 80 metra löng. Ásbjörn var byrjaður að þrífa blóð af áhöldunum sem hann notaði og af gólfinu þegar lögreglu bar að garði. Ásbjörn var dæmdur ósakhæfur sökum sturlunar og geðrofs, og gert að sæta öryggisgæslu á réttargeðdeildinni að Sogni.

Heimildalisti

wikipedia / 2018    https://is.m.wikipedia.org/wiki/Listi_yfir_morðmál_á_21._öld_á_Íslandi

 

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s